HS Veitur hafa tilkynnt Herjólfi ohf. að Landsnet hyggist færa félagið af taxta fyrir ótrygga orku yfir á forgangstaxta, þar sem tveir rafstrengir til Vestmannaeyja eru nú komnir í gagnið. Slík breyting myndi þýða verulega hækkun á raforkuverði fyrir rekstur ferjunnar; úr 4,49 krónum á kWst í 16,13 krónur á kWst.
Í fundargerð stjórnar Herjólfs ohf. kemur fram að hækkunin væri stór breyta í rekstri félagsins og því nauðsynlegt að fylgjast náið með þróun mála. Þá þurfi að vera viðbúin að grípa til ráðstafana ef úr verður.
Meðal þeirra úrræða sem stjórnin telur nauðsynlegt að skoða er samanburður á kostnaði þess að sigla á olíu í stað rafmagns miðað við hækkað raforkuverð. Einnig verði metið hvort hagstæðara væri að hlaða eingöngu í Landeyjahöfn og nýta olíu fyrir það sem upp á vantar.
Á fundinum var einnig rætt um fyrirhugaðan niðurskurð til almenningssamgangna í fjárlagafrumvarpi. Stjórn Herjólfs ohf. lýsir yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum slíkra niðurskurða á rekstur og þjónustu félagsins.
Þessu tengt: Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst