Ákveðið hefur verið að fella niður siglingar seinni part dagsins, 31. Janúar vegna veðurs, þ.e. frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45.
Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. með vonum við að farþegar sýni því skilning.
Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. S: 481-2800
Hvað varðar siglingar fyrir fimmtudag, 1. Febrúar, stefnir Herjólfur til Þorlákshafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45 og 19:45. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá verður það gefið út um leið og það liggur fyrir.
Þá er farþegum sem ætla sér að ferðast með ferjunni á föstudag góðfúslega bent á að spáð er hækkandi öldu þegar líður á daginn og því eru farþegar beðnir um að ferðast fyrr en síðar.
Veður-og ölduspá gefur til kynna að aðstæður til siglinga eru ekki hagstæðar til Þorlákshafnar seinni part föstudags og allan laugardaginn.
Eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með miðlum Herjólfs ef gera þarf breytingu á áætlun. Gefin verður út tilkynning fyrir kl. 15:00 á föstudag.
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst