Til að hægt sé að halda slíkt stórmót sem Shellmótið er, þarf fjöldan allan af sjálfboðaliðum og þar eru Vestmannaeyingar í essinu sínu. Mótið sem nú er haldið er það 24. röðinni og margir þeirra sem starfa í kringum mótið hafa starfað við það síðan í upphafi og hlakkar alltaf jafn mikið til. Shellmótið er fyrirmynd annarra móta sem haldin eru hér á landi. Forsvarsmenn mótsins hafa boðað einhverjar breytingar á því á næsta móti, bæði til að svara breyttum tímum og eins hefur samkeppni í slíku mótshaldi haft þau áhrif að fækkað hefur á Shellmótinu frá því sem áður var. Samkeppninni ætla mótshaldarar því að mæta með trukki og dýfu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst