Sigtryggur lánaður til Austurríkis
Sigtryggur Rúnarsson

Sigtryggur Daði Rúnarsson er á leiðinni til austurríska liðsins Alpla Hard. Erlingur Richardsson staðfesti þetta í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2sport að loknum leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeildinni í gær.

Erlingur sagði Sigtrygg Daða vera lánaðan til austurríska liðsins til ársloka og verða tilbúin í slaginn með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst á þriðjudaginn. Erlingur sagðist ennfremur ekki eiga von á öðru en að Sigtryggur Daði snúi til baka til Vestmannaeyja í upphafi nýs árs. Hannes Jón Jónsson þjálfari Alpla Hard. Þess má geta að Hannes lék með ÍBV upp úr aldamótum.

Sigtryggur Daði er á sínu þriðja keppnistímabili með ÍBV. Hann er 26 ára gamall og hefur leikið með þýsku liðunum EHV Aue, Balingen-Weilstetten og Lü­beck-Schw­artau. Apla Hard er í efsta sæti austurrísku 1. deildarinnar með 13 stig eftir sjö leiki.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.