ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan.
ÍBV var á toppnum fyrir þennan leik með 35 stig og næstu lið, Fjölnir með 34 og Keflavík 32. Það er því ljóst að framundan er hörkubarátta um sæti í Bestu deildinni að ári.
Mynd: Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst