Skellur í toppbaráttunni á heimavelli
Marki fagnað en tvö mörk dugðu ekki til.

ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan.

ÍBV var á toppnum fyrir þennan leik með 35 stig og næstu lið, Fjölnir með 34 og Keflavík 32. Það er því ljóst að framundan er hörkubarátta um sæti í Bestu deildinni að ári.

Mynd: Sigfús Gunnar.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.