Ásmundur Friðriksson, þingmaður kvaddi sér hljóðs undir liðnum “Störf þingsins” á þingfundi í dag. Þess má geta að Ásmundur var kominn til Eyja í gær til þess að mæta á íbúafund sem þurfti að fresta vegna fjarveru innviðaráðherra.
Á þingfundi í dag sagði Ásmundur að hann ætli að ræða um frétt frá netmiðlinum Eyjar.net þar sem lesa má um samgöngu- og húshitunarvandamál í Vestmannaeyjum. Í mars 2007 var lögð fram skýrsla stýrihóps um byggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru og með leyfi forseta ætla ég að vitna í skýrsluna:
„Siglingastofnun hefur lokið öllum nauðsynlegum frumrannsóknum í Bakkafjöru. Niðurstöður þeirra eru í einu og öllu jákvæðar og styðja fyrri niðurstöður. Mögulegt er að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru og verða frátafir í rekstri vegna veðurs og ölduhæðar um 3,5% tímans og þar af yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars 7–12%. Náttúrufarslegar aðstæður við Bakkafjöruhöfn eru þannig, að dýpi við innsiglingu í höfnina fer aldrei undir ákveðin mörk. Sanddæling vegna viðhalds hafnarinnar verður ekki vandamál og ekki meiri en eðlilegt getur talist.“
Þá sagði hann að fram til ársins 2020 sé uppsafnaður stofn- og fjárfestingakostnaður vegna Landeyjahafnar og viðhaldsdýpkunar um 8,2 milljarðar, þar af 45% eða 5 milljarðar vegna viðhaldsdýpkunar og á síðasta ári var hann 619 milljónir. Hér eru algjörlega óásættanlegar staðreyndir komnar fram. Herjólfur, sem átti að sigla 97% ferða í Landeyjahöfn, siglir nú einungis um 70% ferða. Þetta eru sláandi tölur.
Vatnsbúskapur í Eyjum er á sama stað. Þar hefur hitaveita hafi hækkað um tugi prósenta á síðustu mánuðum og er kostnaðurinn nú þrefaldur á við það sem ég þarf að borga á Suðurnesjum miðað við í Eyjum. Þetta er auðvitað aðstöðumunur sem er óþolandi og er víða í landinu. Það er mikill þungi í umræðunni í Eyjum um stöðu íbúa þegar kemur að samgöngum og hita, kostnaði og öryggi í vatnsbúskap, sagði Ásmundur í þinginu í dag.
https://eyjar.net/fratafir-i-landeyjahofn/
https://eyjar.net/haerra-verd-og-minni-hiti/
https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/
https://eyjar.net/ibuafundinum-frestad-2/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst