Svanhildur Jakobs og Ómar Ragnarsson í Eldheimum á Goslokum

Upptakturinn að komandi Goslokahátíð verður í Eldheimum, fimmtudagskvöldið 1. júlí n.k. Þá munu Svanhildur Jakobsdóttir og Ómar Ragnarsson syngja og skemmta af kunnri snilld. Svanhildur söng mörg af lögum Oddgeirs Kristjánssonar á einni bestu hljómplötu sem gefin hefur verið út á Íslandi; “14 lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson.”

Ómar Ragnarsson er fjöllistamaður; söngvari, texta og lagasmiður, uppistandari með fleiru. Ómar hefur verið í sviðsljósinu í meir en sex áratugi og er enn að.

Hljómsveitina skipa valinkunnir menn; Ásgeir Óskarsson trommari, Haraldur Þorsteinsson bassisti og Magnús R. Einarsson gítarleikari.

Miðasala og borðapantanir í Eldheimum, sími 488 2700

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.