Belgíska dæluskipið Taccola kom til Vestmannaeyja í gær og er nú fyrir utan Landeyjahöfn og er byrjað að dæla upp sandi. �?að er mjög afkastamikið. Getur Taccola tekið allt að 4200 rúmmetra af sandi. Tekur klukkutíma að fylla skipið og aðeins fjórar mínútur að losa sig við farminn. Er Taccola búin að fylla sjö sinnum í dag samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta.
Taccola er um 95 m langt og 20 m breitt. Björgun heldur áfram með sín skip því félagið er með samning við Vegagerðina til 29. febrúar á næsta ári. Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 71 m langur og 16 m breiður. Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboð í dýpkun Landeyjahafnar fyrir tímabilið 2015 til 2017, upp á tæplega 588 milljónir króna. Er miðað við að dæla 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. �?rjú tilboð bárust í verkið, öll frá erlendum aðilum. Björgun ehf. sem hefur séð um sanddælingu í höfninni á undanförnum árum skilaði ekki inn tilboði.