Þjóðhátíð Vestmannaeyja fékk viðurkenningu

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í dag 1. desember, en með deginum sameinast aðildarfélög íslensks tónlistarfólks ásamt landsmönnum öllum við að efla veg íslenskrar tónlistar.

Þjóðhátíð Vestmannaeyja fékk í dag viðurkenningu að því tilefni fyrir að halda úti metnaðarfullri dagskrá árlega og stofna til nýsköpunar í íslenskri tónlist í formi þjóðhátíðarlags hvers árs. Það má með sanni segja að hátíðin sé vel að þessu komin enda framlag hennar til íslenskrar tónlistar ómetanlegt.

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar og Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV tóku á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn Hörpu.

 

 

Nýjustu fréttir

Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.