Dagsetning Lundaballsins 2025 er óbreytt þann 27. september n.k. Borið hefur á því að fölir einstaklingar hafa komið að máli við forsvarsmenn Lundaballsins 2025 og spurt þá hvort þeir hyggist virkilega halda ballið í lok septembermánaðar. Hvort ekki sé öruggara að fresta ballinu í a.m.k. 2 mánuði ef ekki lengur vegna þeirrar gríðarlegu vinnu og álags sem framkvæmd Lundaballsins hefur í för með sér. Hinir fölu einstalingar segjast ekki enn búnir að jafna sig á framkæmd Lundaballsins 2024 þó svo að þeir hafi dvalist langdvölum í Hveragerði frá síðasta balli. Hugsanlega munu þeir taka sér 14 ára hvíld eins Elliðaeyingar tóku sér vegna álagsins.
Þessi sjónarmið voru lögð undir helstu framkvæmdamenn Lundaballsins 2025, Jarla Helliseyjar, þá Braga Steingrímsson á níræðisaldri og Svavar Steingrímsson sem fer að detta í tíræðisaldurinn. Þeir börðu í borðið og sögðu: Lundaballið verður haldið á réttum tíma. Það verður þann 27. september 2025. Miðasala vel. Það skal tekið fram að reyndar sást ekki á borðinu við högg þeirra bræðra.
Steingrímssynir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst