TM hefur þjónustað Eyjamenn frá upphafi
Guðbjörg og Drífa standa vaktina hjá TM. Myndir: Óskar Pétur.

Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1862. Tók félagið við umboði Tryggingamiðstöðvarinnar, seinna TM þegar hún var stofnuð í desember 1956. Félögin sameinast árið 1994 og Bátaábyrgðarfélagið lagt niður. „Jóhann Friðfinnsson var umboðsmaður fyrir bæði Bátaábyrgðarfélagið og TM og tók Guðbjörg Karlsdóttir við af honum. Á þessum árum hafa ekki verið margir starfsmenn en þeir eiga f lestir langan starfsaldur,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, tryggingaráðgjafi sem er gott dæmi um það. Greinilega gott að vinna hjá félaginu. Þegar Jóhann hætti 1991 byrjaði Drífa og með henni var Guðbjörg Karlsdóttir sem tók við af Jóhanni. Sísí, (Sigríður Högnadóttir) byrjaði árið 2000 og þá voru þær þrjár en í dag eru þær tvær, Drífa og Guðbjörg Helgadóttir sem byrjaði á síðasta ári. Drífa er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum sem kemur sér oft vel í hennar starfi, að þekkja sitt heimafólk. Drífa hefur tekið mörg námskeið, fór í Tryggingaskólann og tók þátt í Máttur kvenna. „Allt hefur þetta eflt mig í starfi auk reynslunnar sem safnast upp með árunum. Við höfum líka sinnt ýmsu. Vorum í nokkur ár með umboð fyrir Bifreiðaskoðun, afhentum númeraplötur og vorum með ýmsar tryggingar sem tengjast farartækjum og skipum.

„Við hjá TM leggjum mikla áherslu á framúrskarandi ráðgjöf og tjónaþjónustu. Við tryggjum allt frá reiðhjólum upp í togara og reynum að gera það vel. Njótum þess að fá fólk inn til okkar og veita góða þjónustu,“ sem Drífa segir þeirra helsta keppikefli. „Okkar sterkasta hlið er metnaðurinn að bjóða upp á góða þjónustu í stóru sem smáu.“ Drífa segir sambandið gott við höfuðstöðvarnar og þær njóti mikils trausts. „Við tilheyrum einstaklingsráðgjöfinni innan TM og höfum fullan stuðning stjórnendanna.

Erum eitt af þremur útibúum TM úti á landi, í Keflavík, á Akureyri og hér. Við erum starfsmenn deildarinnar og ótrúlegt hvað traustið er mikið og sambandið gott.“ Drífa segir mikinn fjölda mála koma inn á borð til þeirra, tjón á bílum og heimilum, brunatjón og annað sem hendir fólk en færri kíkja við hjá þeim á skrifstofuna. Á móti koma meiri tölvusamskipti og tölvupóstum fjölgar. „Þetta breyttist mikið eftir covid. Þjónustan fer miklu meira í gegnum netið og nóg að við séum bara tvær en ekki þrjú og fjögur eins og áður.“ Þar segir Drífa að hægt sé bóka tjón og fara inn á netspjallið til að fá nánari upplýsingar. „Þar komum við inn í og erum að afgreiða viðskiptavini um allt land. Símtöl koma alveg eins til okkar og til þeirra í Reykjavík. Við erum hluti af símahópi TM og ég er að afgreiða fólk á Akureyri og Hvammstanga svo dæmi séu tekin. Við njótum þó ákveðins frjálsræðis og mér líkar þetta vel. Annars væri ég ekki búin vera hérna í 34 ár,“ segir Drífa, andlit TM í Vestmannaeyjum.

Fastagestir í morgunkaffinu hjá TM. Hanni á Baldri, Gilli Valur á Björgu, Halli í Net, Einar á fluginu, Böddi í Godthaab í Nöf og Sigþór netagerðarmaður.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.