Tvö verkefni í Eyjum hljóta styrk úr Lóu
Brimið við Smáeyjar. Megintilgangur Haf-Afl ehf. er að kanna möguleika á að setja upp og reka ölduvirkjanir. Eyjar.net/TMS

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna. Nýsköpunarverkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og dreifast um landið allt.

Í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu segir að styrkjum úr Lóu sé ætlað að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum, auk þess að hlúa að vistkerfi nýsköpunar á landsbyggðinni.

Alls bárust 89 umsóknir á fjölbreyttum sviðum, frá nýskapandi verkefnum með sjálfbærni og fullnýtingu afurða að leiðarljósi til uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir og þróun og innleiðingu nýrra aðferða og verkfæra fyrir nýsköpunarumhverfið.

Eflir atvinnulíf og verðmætasköpun

Meðal verkefna sem hljóta styrk í ár er undirbúningur og frumhönnun ölduorkugarða við Vestmannaeyjar, rannsókn á jarðgerlum og möguleiki á nýtingu þeirra, hönnun á hugbúnaði sem les námsbækur í stærðfræði á sjálfvirkan hátt, þróun á nýrri og hagkvæmri nálgun við verkun á djúpþara og smáforrit sem heldur utan um næringarinntöku með aðgengilegum hætti.

„Með nýsköpunarstyrk Lóu stuðlum við að frjórri jarðvegi fyrir nýjar hugmyndir og nýsköpun á landsbyggðinni. Verkefnin sem fá nú styrk koma af öllu landinu og eru virkilega fjölbreytt. Lóa eflir atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti á forsendum landssvæðanna sjálfra. Slíkt mun leggja grunn að bjartari von og fjölbreyttari störfum fyrir þau sem vilja hafa aukið val um búsetu,“

segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina 2024 voru auglýstir 20. febrúar sl. og var umsóknarfrestur til og með 4. apríl. Matsnefnd fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur um styrkveitingu til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í matsnefnd Lóu árið 2024 sátu Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri MAk (Menningarfélags Akureyrar), Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs og Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Tagplay, segir að endingu í tilkynningunni.

Vestmannaeyjaverkefnin

Vestmannaeyjaverkefnin eru eins og áður segir frumhönnun ölduorkugarða við Vestmannaeyjar. Það er fyrirtækið Haf-Afl sem hlýtur styrkinn sem hljóðar upp á 10.700.000 kr.

Haf-Afl hefur það að markmiði að byggja upp markvissa nýtingu ölduorku við strendur Íslands með ábyrga nýtingu auðlindarinnar, verndun náttúru og uppbyggingu atvinnulífs að leiðarljósi. Verkefnið felur í sér undirbúning allt að 100 MW ölduorkugarða við Vestmannaeyjar. Áætlaðir verkþættir eru m.a. hagkvæmnigreining, grunnhönnun fyrirhugaðra virkjanagarða, fyrstu skref að umhverfismati og byrgjagreining.

Þá hlaut Vinnslustöðin styrk upp á 12.000.000 kr. fyrir sjávarvatn og nýting hliðarstrauma.

Í umsögn segir að Vinnslustöðin hf. hafi komið sér upp vatnshreinsistöð sem framleiðir neysluvatn úr sjó. Við þá framleiðslu er salt síað frá ásamt öðrum steinefnum (blanda á pækilformi) sem mögulega er unnt að nýta. Í verkefninu stendur til að kanna nýtingarmöguleika m.t.t. matvælaöryggis, afkasta, kostnaðar og sjálfbærni.

Hægt er að sjá allar styrkveitingarnar úr sjóðnum hér.

https://eyjar.net/sjohreinsivel-tekin-i-gagnid/

https://eyjar.net/skoda-uppsetningu-olduvirkjana/

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Blaðið
Nýburar
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Veðrið
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.