Umferðarslys varð á Strandveginum í morgun þegar bifreið og bifhjól lentu saman. Lögregla var kölluð á vettvang og var götunni lokað um stund á meðan unnið var að vettvangsrannsókn.
Eyjafréttir óskuðu eftir upplýsingum frá Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, sem staðfestir eftirfarandi:
„Þarna hafði orðið umferðaróhapp milli bifreiðar og bifhjóls. Bifhjólið er mikið skemmt og ökumaður fluttur á HSU til skoðunar, en meiðslin eru ekki talin alvarleg á þessari stundu. Bifreiðin skemmdist minna. Götunni var lokað í skamma stund á meðan vettvangsrannsókn fór fram,“ segir Stefán.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst