Uppsögn á þjónustusamningi

Lögð voru fram drög að minnisblaði um uppsögn á þjónustusamningi vegna gatnalýsingar í Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í síðustu viku.

Þegar Hitaveita Suðurnesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinuðust árið 2002 var undirritað samkomulag þess efnis að gatnalýsing í Vestmannaeyjum yrði áfram í eigu sveitarfélagsins, en þjónusta á hendi Hitaveitu Suðurnesja (HS veitur).

HS veitur annast almennt viðhald, utanumhald og móttöku tilkynninga, en viðbætur og endurnýjun er á hendi eiganda. Fara þarf yfir hvaða kostir eru hagstæðastir í stöðunni. Önnur sveitarfélög og Vegagerðin hafa farið í útboð á vinnu við viðhald og lagerhald, en umsýsla færst til sveitarfélaganna.

Í minnisblaðinu er tillaga um að óskað verði eftir því við HS veitur, að yfirfærslan muni ekki eiga sér stað fyrr en um næstu áramót. Jafnframt er tillaga um að í fjárhagsáætlun ársins 2022 verði gert ráð fyrir fjármagni til að hefja vinnu við að færa stýringar í stjórnkassa.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.