Nýtt og glæsilegt varðskip Íslendinga, Þór, er væntanlegt til Vestmannaeyja í dag, miðvikudaginn 26. október. Skipið verður til sýnis milli klukkan 14:00 og 20:00 og eru alli velkomnir um borð. Það er vel við hæfi að fyrsta höfn hins nýja varðskips sé í Vestmannaeyjum, þar sem fyrsta varðskip landsins var í eigu Eyjamanna.