Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Viðhorf til bæjarstjóra eru nú mæld — á meðan beðið er eftir næstu skrefum. Samsett mynd.

Um þessar mundir stendur yfir skoðanakönnun meðal íbúa í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars er spurt um viðhorf til bæjarstjóra og hugsanlegt kosningaval ef kosið yrði til bæjarstjórnar.

Spurt sérstaklega um störf bæjarstjóra

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru í könnuninni tvær spurningar sem beinast sérstaklega að störfum Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. Annars vegar er spurt hvort svarendur séu ánægðir eða óánægðir með störf hennar og hins vegar er viðhorfið metið nánar út frá því sem svarendur segjast hafa heyrt, upplifað eða lesið.

Athygli vekur að aðeins er spurt sérstaklega um einn kjörinn fulltrúa í könnuninni og ekki lagðar fyrir sambærilegar spurningar um aðra bæjarfulltrúa eða störf bæjarstjórnar í heild. Bæjarstjórn Vestmannaeyja starfar sem heild og ákvarðanir eru teknar í sameiningu.

Miðflokkurinn ekki með

Þá er einnig spurt hvaða flokk eða lista svarendur myndu kjósa ef kosið yrði til bæjarstjórnar. Þar eru tilgreindir Eyjalistinn, Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokkurinn, auk annarra almennra svarmöguleika.

Miðflokkurinn er hins vegar ekki sérstaklega nefndur í könnuninni, þrátt fyrir að flokkurinn hafi lýst yfir að verið sé að kanna möguleika á framboði í Vestmannaeyjum.

Kosningar framundan

Innan við fjórir mánuðir eru nú til sveitarstjórnarkosninga og hefur bæjarstjóri enn ekki gefið út hvort hún muni gefa kost á sér áfram í embætti. Nú er hins vegar hvíslað um það á kaffistofum bæjarins að niðurstöður þessarar könnunar kunni að vega þungt þegar sú ákvörðun verður tekin.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.