Litka er félag fólks á öllum aldri sem sameinast í áhuga sínum á myndlist. Félagið var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haldið úti blómlegu starfi og sýnt á fjölmörgum stöðum víða um land.

Litka hefur á að skipa rúmlega hundrað félagsmönnum allsstaðar að af landinu, m.a. frá Vestmannaeyjum. Hópurinn er fjölbreyttur og einstaklingarnir með ýmiss konar bakgrunn. Fjölbreytnin endurspeglast gjarnan í samsýningum hópsins, en í sumar sýnir 26 manna hópur félagsmanna vatnslitamyndir og olíu og acryl málverk  í Einarsstofu í Safnahúsinu.
Sumarsýning Litku opnar mánudaginn 16. júlí og stendur fram til 7. október. Þess má geta að félagar í Litku er einnig með sýningu í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Spönginni á sama tíma og eru eyjabúar á ferðinni einnig hvattir til að líta þar við.

Hluti af þeim 26 sem sýna verk sín í Einarsstofu í sumar verður viðstaddur opnunina þann 16. júlí kl. 17:15

Hér er málverk úr væntanlegri sýningu eftir Ósk Laufdal og er málað eftir ljósmynd föður hennar, Þorstein Ó. Laufdal.