Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 17.júlí síðastliðinn lá fyrir ósk okkar í The Brothers Brewery um byggingareit á Vigtartorgi. Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið getur ekki orðið við erindinu.

Ástæða þess að við sækjum um eftirfarandi lóð er að fyrirtækið hefur vaxið hratt í framleiðslu frá opnun í Baldurshaga og er kominn tími á að skoða næstu skref til að auka þjónustu og framleiðslu fyrirtækissins. Vilji okkar er að vera í Vestmannaeyjum með framleiðsluna og þá miðsvæðis til að geta haldið áfram með ölstofuna okkar. Lítið sem ekkert af lóðum eða húsnæðum er í boði fyrir okkar starfssemi og óskuðum við því eftir lóð á Viktartorginu til að að byggja upp framtíðarstarfsemi okkar. Þeirri ósk okkar var hafnað án rökstuðnings  af nýkjörnu Umhverfis- og skipulagsráði og munum við því í framhaldinu endurmeta áætlanir okkar um frekar uppbyggingu.

Meðfylgjandi má sjá afstöðumynd af þeirri lóð sem við óskuðum eftir ásamt teikningu af hugmyndum okkar að þeirri byggingu sem við ætluðum að byggja á Viktartorginu.

Afstöðumynd af þeirri lóð sem The Brothers Brewery óskaði eftir.