ÍBV sótti Valskonur heim á Hlíðarenda í 14. um­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í gær.

Valskomur byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti og áttu hvert dauðafærið á fæt­ur öðru en Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir, markmaður ÍBV, átti stórleik og varði oft á tíðum meist­ara­lega í mark­inu.

Cloe Lacasse kom ÍBV yfir í upphafi síðari hálfleiks eft­ir auka­spyrnu Sól­eyj­ar Guðmunds­dótt­ur. Valskon­ur reyndu hvað þær gátu til þess að jafna met­in en inn vildi bolt­inn ekki og loka­töl­ur því 0:1 fyr­ir ÍBV.

Eftir leikinn eru Valskon­ur í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 26 stig en ÍBV er komið upp í fimmta sæti með 18 stig.