Í lok júli funduðu bæjarfulltrúar með fulltrúum frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Niðurstaða þess fundar var að stofna starfshóp um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum. Hlutverkhópsins er að greina stöðuna í dag og leggja til hvernig framtíðar skipan ferðamála verði háttað.

Á fundi bæjarráðs í gær var hópurinn svo skipaður. Í honum verða Kristín Jóhannsdóttir formaður, Berglind Sigmarsdóttir, Magnús Bragason, Guðmundur Ásgerisson og Páll Marvin Jónsson.