Vega­gerðin reikn­ar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Land­eyja­höfn á næstu þrem­ur árum en þurft hef­ur síðustu fjög­ur árin. Staf­ar það af því að nýja Vest­manna­eyja­ferj­an rist­ir grynnra en nú­ver­andi Herjólf­ur.

Vega­gerðin hef­ur boðið út dýpk­un við Land­eyja­höfn næstu þrjú árin. Miðað er við 300 þúsund rúm­metra dýpk­un á ári, eða sam­tals 900 þúsund rúm­metra. Á ár­un­um 2015 til 2017 nam dýpk­un­in 500 til nærri 600 þúsund rúm­metr­um á ári og það sem af er þessu ári 385 þúsund rúm­metr­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sig­urðar Áss Grét­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sigl­inga­sviðs Vega­gerðar­inn­ar, staf­ar mun­ur­inn á milli ára af mis­mun­andi öldufari en einnig af því hvaða svæðum er dýpkað á hverju sinni. Þannig var mikið dýpkað fyr­ir utan höfn­ina á ár­inu 2015, þegar magnið var mest, og inn­an hafn­ar 2017.

Mbl.is greindi frá.