Í Olísdeild kvenna í handbolta fengu Eyjastúlkur nýliða HK í heimsókn.

HK stúlkur byrjuðu leikinn mikið betur og leiddi leikinn framan af. ÍBV átti þá góðan kafla og komst yfir og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik.
HK stúlkur byrjuðu seinni hálfleikin enn betur en þann fyrri og leiddu með fimm mörkum í góðan tíma. Aftur komu Eyjastúlkur sér inn í leikinn og var jafnt á flestum tölum undir lok leiks. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, leikmaður HK, kom gestunum þó yfir á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 21-22.

Strákarnir sóttu hins vegar ÍR heim í leik í Olís-deild karla.

Skemmst er frá því að segja að munurinn á liðunum var eitt stykki Kristján Orri Jóhannsson. En hann var óstöðvandi í liðið ÍR og skoraði 12 mörk. ÍR sótti því sín fyrstu stig gegn fjórföldum meisturum ÍBV. Lokatölur 31-27.