Cloe Lacasse hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV sem gildir út leiktímabilið 2019 en undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Einsi kaldi .

„Cloe ákvað að halda tryggð við félagið sem hún hefur leikið með allar götur síðan hún kom til Íslands.  Cloe er mjög hamingjusöm í eyjum og er algjörlega elskuð af yngri iðkendum félagsins,” segir í tilkynningu frá félaginu. „Afar mörg félög óskuðu eftir kröftum Cloe en ekkert annað kom til greina en að vera áfram á eyjunni fögru.”

Þetta verða að teljast ánægjulegar fréttir fyrir ÍBV þar sem um er að ræða einn af lykilleikmönnum liðsins og ein besta leikmann Pepsi-deildainnar. Í sumar skoraði Cloé 10 mörk fyrir ÍBV í 18 leikjum. Samtals hefur hún spilað 79 leiki og skorað 51 mark frá því hún kom til ÍBV árið 2015.