Þann 14. febrúar 1919 var fyrsti fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja sem fengu kaupstaðarréttindi 1. janúar það ár.

Af því tilefni býður bæjarstjórn til opins hátíðarfundar kl. 18:00-19:30 í aðalsal Kviku.

Á fundinum verður tímamótanna minnst meðal annars með sérstakri hátíðarsamþykkt.

Farið verður yfir sögu Eyjanna á sýningu á stóra tjaldinu í Kviku. Þar er minnst helstu viðburða fyrr á öldum en uppistaðan eru ljósmyndir af stærstu viðburðum hvers árs í 100 ára sögu Vestmannaeyja með stuttum skýringatextum. Annáll í myndum sem segir sögu bæjarfélagsins og frá atburðum sem tengjast þróun byggðar í Eyjum.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum fundi.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja.

SKL jól