Foreign Monkeys hefja kynningarvinnu við væntanlega plötu með hvelli. Lagið Won’t Confess er komið í útvarpsspilun og á Spotify ásamt því að drengirnir hafa sent frá sér myndband við lagið sem má finna á facebook og youtube síðum sveitarinnar.

Lagið er sjálfstætt framhald lagsins Million sem er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar π(Pi) en það lag fjallar um undirbúning að bankaráni. Won’t Confess býður svo upp á næsta kafla í þeirri sögu.

Lagið hefur farið vel af stað og hlustun og áhorf er framar vonum á þeim stutta tíma sem lagið hefur verið í loftinu að mati þeirra Gísla Stefánssonar, Víðis Heiðdal og Boga Ágústs Rúnarssonar en þeir félagar mynda þríeykið bak Foreign Monkeys.

Nálgast má lagið með að smella á meðfylgjandi tengla

Spotify:
https://open.spotify.com/track/4nBebbkJtzT6EfkMXNadlS?si=mcFPUa8GTKqE69cC2JwEVg

Facebook:
https://www.facebook.com/ForeignMonkeys/videos/956191841250343/

Youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=bTyN5FsnXts