Ferðamálasamtök Vestmannaeyja harma það að ekki hafi verið tekið tillit til búnaðar og afkastagetu þegar samið var til næstu þriggja ára um dýpkun Landeyjahafnar.

Það að höfnin sé opin skiptir samfélagið afar miklu máli. Þess vegna skipta afköst dýpkunarbúnaðar öllu máli þann tíma sem færi gefst til dýpkunar, sem er oft mjög takmarkaður.

Afkastageta þess búnaðar sem nú er í notkun er með öllu óviðunandi, búnaðurinn ræður engan veginn við verkið og höfnin er lokuð. Fyrir það líður samfélagið og ekki síst ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum.

Við teljum að verktakinn valdi því miður ekki verkinu og hvetjum við til rótækrar endurskoðunar eða riftunar á þeim samningi sem er í gildi.

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.