Bæjarráð samþykkti á fundi sínum síðast liðinn þriðjudag kaup á tækjum og búnaði sem nú þegar eru í bíósal Kviku til að halda úti rekstri kvikmyndahúss af þrotabúi Kvikmyndafélagsins ehf. Verðmæti tækjanna árið 2017 var skv. reikningum frá þeim tíma kr. 10.632.141. Kaupverð tækjanna skv. kaupsamningi við þrotabúið nemur nú kr. 5.500.000.

Bæjarráð fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóra að ganga frá kaupunum. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 5.500.000 vegna tækjakaupanna.