Skákkennslu krakka í Grunnskóla Vm. á vegum Taflfélags Vm. lauk með jólapakkamóti 15. des. sl. í skákheimili TV við Heiðarveg.   Alls tóku 20 krakkar þátt í mótinu en mun fleiri hafa tekið þátt í skákkennslu TV í haust.  Heiðmar Þór Magnússon var í 1. sæti í eldri flokknum , Ernir Heiðarsson í öðru sæti og Aron Gunnar Einarsson í 3ja sæti.  1.-3. bekk GRV var Jón Bjarki Eiríksson með flesta vinninga, Gauti Harðarson í 2. sæti og Gabriel Gauti Gunnarsson í 3. sæti. Myndin er tekin í mótlok, en Vinnslustöðin er  aðal  styrktaraðili  TV við  skákkennslu  grunnskólabarna.  Leiðbeinendur eru þeir félagar  Sigurður Arnar Magnússon, Eyþór Daði Kjartansson pg þeim til aðstoðar við kennsluna  er Guðmundur Sigfússon.  Skákkennsla TV  fyrir grunnskólabörn hefst á í janúar 2020 og munu skákkennsar koma því á framfæri við nemendur í Grunnskóla Vm.