Í nýjasta blaði Eyjafrétta sögðum við frá byssukúlu/sprengju sem fannst í Sagnheimum og enginn veit hvernig komst þangað. Nú hefur komið í ljós að sú kúla er önnur þeirra fallbyssukúla sem fundust í Þrídröngum árið 1938. Hin hefur verið í vörslu hjónanna Þor­steinn Sig­urðsson og Lilja Krist­ins­dótt­ir í Eyjum á Blátindi. Þangað til nú.

Sig­urður Ásgríms­son, yf­ir­maður séraðgerðasviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar segir í samtali við Morgunblaðið, þetta vera stórmerkilega sögu. Enginn veit hvernig eða hvenær kúlan endaði í Sagnheimum. En önnu eins kúla hefur fjölskylda Þorsteinn Sigurðsson varðveitt og haft til skrauts á heimili sínu. Þorsteinn var einn þriggja ofurhuga sem klifu Þrídranga árið 1938 til að útbúa uppgönguleið við byggingu vitans í Þrídröngum. Tók hann aðra kúluna með sér til varðveislu.

Sprengisveit Landhelgisgæslunnar tók fallbyssukúluna úr Sagnheimum til varðveislu. Í gær tók lögreglan svo kúlu Þorsteins í sína vörslu. Sig­urður seg­ir að þótt margt bendi til þess að kúl­urn­ar séu tóm­ar sé það ekki víst og betra að þær séu geymd­ar á ör­ugg­um stað þar til úr því fæst skorið.

Land­helg­is­gæsl­an tel­ur lík­leg­ast að kúl­urn­ar tvær séu úr fall­byssu fransks her­skips enda er til heim­ild um að slíkt skip hafi notað Þrídranga sem skot­mark við æf­ing­ar.

Mbl.is greindi frá.