Enn eru staðfest smit í Vestmannaeyjum 105 og gleðilegt er að 101 einstaklingur hefur náð bata og því aðeins 4 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan 17.03.2020. 11 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel að virða reglur vegna faraldursins og hafa lagt mikið á sig til þess að svo megi vera. Sú staðreynd hefur skipt gríðarlega miklu máli og valdið því meðal annarra aðgerða að við náðum tökum á útbreiðslu faraldursins og náðum að koma í veg fyrir fjölda smita. Þið eigið öll hrós skilið fyrir ykkar framlag og hafið svo sannarlega sýnt að við erum öll almannavarnir.

Enn er þessu verkefni ekki lokið og við verðum áfram að gæta okkar, virða fjarlægðarmörk og reglur sem okkur eru settar. Þá er ekki síður mikilvægt að hver og einn gæti að eigin smitvörnum nú sem hingað til.

Gleðilegt sumar kæru Vestmannaeyingar og kærar þakkir fyrir eftirminnilegan vetur.
f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.