Betur fór en á horfðist þegar vegkantur gaf sig undan þunga tengivagns upp við Helgafell í morgunn. Kalla þurfti til tæki til að koma vagninum aftur upp á veg. Þungar vinnuvélar stóðu á pallinum sem áformað er að nota til malbikunar seinnipartinn í dag ef veður verður hagstætt.