Orkumótið var haldið í Vestmannaeyjum um helgina og mikill fjöldi fólks var samankomin í Eyjum bæði börn og fullorðnir. Að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum var umferðin var þung á köflum og þurfti lögregla að hafa talsverð afskipti af umferðinni í því skyni að tryggja öryggi fólks. Slys varð á laugardag þar sem ung stúlka varð fyrir afturhjóli bifreiðar með annan fótinn á bifreiðastæði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði.