Ákveðið hefur verið í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu að endurtaka mótefnamælingar m.t.t. Covid-19 hjá einstaklingum sem hafa haft staðfest Covid-19 smit. Tilgangurinn er að kanna þróun mótefnamyndunar hjá einstaklingum sem hafa smitast af veirunni. Einstaklingar sem hafa haft staðfest smit og hafa ekki farið í mótefnamælingu áður, er einnig boðið að koma. Sýnatökur fara fram laugardaginn 4. júlí milli kl 9 og 11.
Haft verður samband við einstaklinga sem hafa haft staðfest smit símleiðis föstudaginn 3. júlí og þeim boðinn tími í sýnatöku. Að þessu sinni er einungis um blóðprufu að ræða. Með von um áframhaldandi góða samvinnu í þessu mikilvæga verkefni.

Sýnatökur fara fram við HSU (heilbrigðisstofnunina) við bílastæðið sunnan til (milli Sóla og HSU).

Davíð Egilsson
Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum

SKL jól