Herjólfur III siglir verkfallsdaga

Áhafnarmeðilimir á Herjólfi í Sjómannafélagi Íslands hafa boðað til þriggja daga vinnustöðvunar 21.-23. júlí. Herjólfur III sinnir lágmarksþjónustu þá daga sem undirmenn Herjólfs sjómannafélagi Íslands eru í verkfalli.

Fram kemur í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í kvöld að framkvæmdastjórn Herjólfs ohf. telur að tryggja þurfi með óyggjandi hætti öruggar samgöngur milli Vestmannaeyja og Lands enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu.

Undirmenn í áhöfn ferjunnar koma úr röðum annara stéttafélaga en Sjómannafélagi Íslands. Í þessum ferðum er ekki boðið upp á þjónustu í kaffiteríu ferjunnar.

JEEP- rafknúinn 02
Jeep – rafknúinn

Mest lesið