Þjóðhátíð er ekki eina tilefni landsmanna til þess að skella sér til Vestmannaeyja að sumarlagi enda eru haldin þar tvö fjölmenn fótboltamót og Goslokahátíð í þokkabót. Aftur á móti sækja ekki jafn margir þessa viðburði en 1.120 keppendur komu saman á Orkumótinu (Pollamótið), auk fararstjóra, þjálfara, foreldra og annarra sem fylgja liðinu, 760 keppendur voru á TM mótinu (Pæjumótið) eitt árið og áætlað um 7.000 manns koma saman á Goslokahátíðinni. Tekjur þessara viðburða eru talsverðar og yfir meðaltali annarra vikna (utan þjóðhátíðarvikunnar). Meðalkortavelta tengd Orkumótinu á árunum 2014-2018 nam um 19 milljónum, kortavelta vegna Pæjumótsins nam um 18 milljónum og kortavelta tengd Goslokahátíðinni nam tæplega 33 milljónum. Gosalokahátíðin og Þjóðhátíð eru haldnar fyrstu helgina í sitthvorum mánuði, sem fyrir vikið rífur upp meðaltal annarra mánaða gagnvart Gosalokahátíðinni. Kortavelta þessa viðburða jafnast ekki á við Þjóðhátíð en skila samt sem áður 5,5% af heildarkortaveltu Vestmannaeyja, samanborið við Þjóðhátíð sem án miðasölu nemur um 6,2% af kortaveltunni.