Mikil ásókn í frístundabyggðina við Ofanleiti

Skjáskot af kortavef Vestmannaeyjabæjar.

Tveimur lóðum í frístundabyggðinni við Ofanleiti var úthlutað á 330. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja sem fram fór í gær mánudag. Í samtali við Eyjafréttir sagði Dagný Hauksdóttir, nýskipaður skipulags- og umhverfisfulltrúi, aðeins tvær lóðir eftir ólofaðar í frístundabyggðinni.

Þá lágu einnig fyrir fundinum tvær fyrirspurnir vegna lóðar austan við Norðurgarð fyrir frístundahús. Ráðið gat hinsvegar ekki úthlutað lóðum á því svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Mest lesið