Stjórnarformaður og framkvæmdarstjóri Herjólfs ohf. komu á fund bæjarráðs í gær og ræddu m.a. samstarf og þjónustusamning við Vegagerðina, samningaviðræður við Sjómannafélag Íslands, framtíðarhorfur og rekstrarstöðu félagsins.

Ef marka má niðurstöðu fundargerðar bæjarráðs er staða félagsins ekki góð.
„Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar og leggur áherslu á að unnið verði að krafti næstu vikurnar við að greina tekjur og útgjöld félagsins. Fjárhagsstaða félagsins er mjög erfið og miklar áskoranir framundan. Leita þarf allra leiða til að koma rekstrinum á réttan kjöl þannig að félagið verði fjárhagslega sjálfbært án þess að til komi skerðing á ferðatíðni.”