Lagt var fram minnisblað um stöðu framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ á fundi bæjarráðs í gær. Töluverður fjöldi framkvæmda hefur átt sér stað undanfarna mánuði og í minnisblaðinu er rakin staða einstakra framkvæmda. Jafnframt var lögð fram sérstök greinargerð um framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á þessu ári. Töluvert meiri þörf var á kostnaðarsömu viðhaldi við Íþróttamiðstöðina en gert var ráð fyrir og ljóst að sú þörf verður áfram til staðar.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, tók þátt í umræðum um málið. Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og lýsti yfir áhyggjum af ástandi íþróttahúsanna og áréttaði það að mikilvægt sé að flýta vinnu við mat á viðhaldsþörf og aðgerðum þar að lútandi.

Samantekt kostnaðar við framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni.pdf
Staða verklegra framkvæmda á vegum Vestmannaeyjabæjar (001).pdf