Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs greindu frá samskiptum sem fram hafa farið vegna gjaldskrár HS veitna á dreifingu og flutningi á raforku á fundi bæjarráðs í gær. Flutningur á raforku er í höndum Landsnets og því ekki á forræði HS veitna. Dreifingin fer fram á grundvelli samþykktrar gjaldskrár og var m.a. tilgangur samskipta að fara yfir hvort hægt væri að fá hagstæðari kjör.

Eftir yfirferð með sérfræðingum telur Vestmannaeyjabær að mögulegt sé að fá hagstæðari verð á flutningi raforku á nokkrum notkunarstöðum hjá Vestmannaeyjabæ. Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, tók þátt í umræðum um málið. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að fylgja málinu eftir í samráði við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.