Í forsendum fjárhagsáætlunar 2021 sem til umræðu voru á fundi bæjarráðs í vikunni er gerð tillaga um útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, eða 14,46%. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði í samræmi við áætlun sjóðsins, sem ætti að liggja fyrir áður en áætlunargerðinni lýkur.

Hlutfall af álagningu fasteignaskatta verði óbreytt milli ára, þannig að hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verði 0,291%, á opinerar stofnanir 1,32% og á annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði 1,55%. Gerð er tillaga um að aðrar tekjur málaflokka, svo sem vegna gjaldskráa bæjarins, hækki um 2,5% í takt við lífskjarasamninga. Hins vegar á eftir að taka ákvörðun um gjaldskrár er snúa að fjölskyldufólki sérstaklega, t.a.m. leikskólagjöld, dagmæður, skólamáltíðir og Frístund.

Bæjarráð leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar verði reynt að komast hjá því að auka álögur á bæjarbúa eins og kostur er, án þess að þjónusta skerðist.