Hlyn­ur Andrés­son setti nýtt Íslands­met á HM í hálf maraþoni í Gdynia í Póllandi í dag. Hlyn­ur kom í mark á tím­an­um 1:02:48 klukku­stund­um og bætti þar með fimm ára gamalt Íslands­met Kára Steins Karls­son­ar um rúm­lega tvær mín­út­ur. Hlyn­ur hafnaði í 52. sæti af 117 kepp­end­um. Hálfmaraþon er ekki aðal vegalengd Hlyns sem hefur einbeitt sér að styttri vegalengdum síðustu ár.