Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna var til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni. Lögð var fram tillaga af deiliskipulagi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1. Tillagan gerir ráð fyrir að móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang verði endurskipulagt með sorpbrennslu, geymslusvæði, aðstöðu til móttöku spilliefna, starfsmannaaðstöðu, meðhöndlunar og flokkunarsvæði.

Það er stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans eins og kostur er. Með því má draga úr þörf fyrir förgun á úrgangi. Meðhöndlun úrgangs er flókið ferli, sem felur í sér söfnun, flutning, flokkun, endurnýtingu, endurvinnslu og svo förgun þess úrgangs sem nýtist ekki. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

A1334-004-U03-U-Móttökusvæði úrgangsefna deiliskipulag- í auglýsingu.pdfA1334-007-D01 -DRÖG Móttökustöð úrgangsefna deiliskipulag- í auglýsingu – DRÖG.pdfA1334-008-U01-GR-Móttökustöð úrgangsefna deiliskipulag- í auglýsingu.pdf