Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Fyrir alþingi liggur nú nýtt frumvarp um breytingar á kosningaaldri. Með því er verið að styðja við aukna lýðræðisþátttöku ungs fólks. Dvínandi kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni og hafa rannsóknir sýnt að þeir sem nýta kosningarétt sinn ungir gera það frekar alla ævi. Einstaklingar sem náð hafa 16 ára greiða þar að auki óskertan tekjuskatt og útsvar ásamt því að taka fullan þátt í samfélaginu og ættu því eðli málsins samkvæmt að geta haft áhrif með kosningaþátttöku hvernig fjármunum ríkis og sveitarfélaga er ráðstafað.

Áfram ungt fólk og frelsi einstaklingsins
Eyverjar