Í dag verður sannkallaður stórleikur í Íþróttamiðstöðinni!
Stórlið ÍBV B fá þá Vængi Júpíters í heimsókn í 32 liða úrslitum Coca Cola bikar karla.
Bikaróður Eyjamaður, eða Guðmundur Ásgeir Grétarsson, varaformaður ÍBV B hefur farið mikinn undanfarnar vikur og mánuði á leikmannamarkaðnum og búinn að safna í firnasterkt lið fyrir átökin gegn Vængjunum. Aðspurður sagðist hann setja miklar kröfur á sína menn og hlakkaði mikið til leiksins, enda hefur honum verið frestað nokkrum sinnum en fyrst átti að spila leikinn í október.
Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í stóra salnum. Miðinn kostar 1.500 kr.- og hvorki Krókódílakort gilda, frí aðgangur fyrir iðkendur. ATH, leikurinn verður í beinni útsendingu á ÍBVTV!
Það gilda að sjálfsögðu sömu sóttvarnarreglur og á öðrum leikjum meistaraflokkanna undanfarið.
LESIST VEL:
• Allir áhorfendur verða skráðir niður rafrænt, með fullu nafni, kennitölu, símanúmeri.
• Grímuskylda er á leiknum, en þó eru börn á grunnskólaaldri og yngri undanskilin frá þeirri reglu
• Allir áhorfendur þurfa að sitja í sætum sínum á meðan þeir eru í salnum, óþarfa ráp er ekki æskilegt
• Áhorfendur skulu passa að halda a.m.k. 1 meters fjarlægð frá öðrum áhorfendum, nema þegar um tengda aðila er að ræða.
• Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum á leiknum
• Sjoppan verður ekki opin og engin barnapössun
Það hefur alltaf verið vel mætt á leiki ÍBV B í bikarkeppninni og þeir biðla til Eyjamann eftir stuðningi!