Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 1. máli 342. fundar fræðsluráðs frá 8. apríl 2021. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði fram nýja tímalínu framkvæmda. Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun. Vinna við útboðsgögn getur þá hafist í nóvember/desember og útboð á verkinu í desember til febrúar 2022. Stefnt er að verklokum í lok árs 2023.