Í vikunni var tekið í notkun nýtt höggbylgjutæki hjá sjúkraþjálfurunum í Eyjum. Tækið er fjármagnað af Ísfélaginu og Vinnslustöðinni og er ætlað til notkunar hér í Eyjum fyrir skjólstæðinga sjúkraþjálfaranna.

Tækið kemur til með að nýtast fjölmörgum einstaklingum sem glíma t.d við taugaskaða, spasma, stoðkerfisvanda, vöðvaspennu ofl.og mun án efa hafa jákvæð áhrif. Með framlagi sínu vilja Ísfélagið og Vinnslustöðin í senn bæta tækjakost fagstéttarinnar í Eyjum, leggja samfélaginu lið og aðstoða þá sem á þurfa að halda.