Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust upplýsingar um umferðaróhapp á Eldfellsvegi laust fyrir kl. 04:00 aðfaranótt 26. febrúar sl. en þarna hafði ökumaður bifreiðar, sem ekið var austur Eldfellsveg, misst stjórn á akstrinum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega og endaði á hvolfi.  Þrír voru í bifreiðinni og komust allir út úr henni af sjálfsdáðum. Um minniháttar meiðsli var að ræða. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.  Málið er í rannsókn.