Viðburðir árið 2023 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Eins og fram hefur komið verður efnt til ýmissa viðburða í tengslum við að árið 2023 þegar 50 og 60 ár verða liðin frá eldsumbrotum á Heimaey og Surtsey, m.a. í samstarfi við ríkið og ýmsa aðra aðila. Bæjarráð hefur af þessu tilefni ákveðið að skipa nefnd til að undirbúa ákveðna viðburði af hálfu Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þau: Njál Ragnarsson, formann bæjarráðs, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Bjarna Ólaf Guðmundsson, markaðsráðgjafa, í undirbúningsnefndina. Starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun vinna náið með nefndinni og vera henni til aðstoðar við skipulagningu viðburða.