Eyjablikksmótið er haldið dagana 25.-27.mars í Vestmannaeyjum. Þetta er 4.mót af 5 í Íslandsmóti hjá 5.flokki karla og kvenna yngri.

Leikirnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst mótið kl.15:20 í dag föstudag. Leikið er í öllum sölum allar 3 dagana en mótinu lýkur kl.14:00 á sunnudag.

Alls eru 42 lið skráð til keppni og leikið í 5 deildum hjá hvoru kyni. Keppendur eru tæplega 400 og með þeim töluvert af fylgdarliði.

Á laugardagskvöld verður kvöldskemmtun þar sem aðal-atriði kvöldsins verður leikur landsliðs og pressuliðs, sem er fyrirbæri sem Eyjamenn og aðrir sem fylgst hafa með Eyjamótunum þekkja vel. Jafnframt verður leikur þar sem þjálfarar og fararstjórar etja kappi og svo endar kvöldið á diskó fyrir krakkana.

Búast má við miklu fjöri og skemmtilegum handbolta og við bjóðum fólk velkomið í Íþróttamiðstöðina að fylgjast með framtíðarstjörnum landsins!