Tveir fulltrúar FIV fara til New York

0
Tveir fulltrúar FIV fara til New York
Ljósmynd Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var valinn til að taka þátt í ritgerðarsamkeppni um málefni Sameinuðu þjóðanna. Þetta er samvinnuverkefni Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að styðja ungt fólk með leiðtogahæfileika.
Verkefnið hófst árið 1949 og var að frumkvæði forsetafrú Bandaríkjanna Eleanor Roosevelt.

Nemendur skólans skiluðu inn ritgerðum helguðum hinum ýmsu deildum og hugsjónum Sameinuðu þjóðanna. Nú er búið að velja 10 ritgerðir og þeir nemendur sem þær skrifuðu voru í viðtölum við forsvarsmenn samkeppninnar í vikunni.

Til mikils er að vinna því úr þessum hópi eru valdir tveir fulltrúar skólans sem fara í ferð með félögum frá Sviss, Hollandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi um Ísland og einnig til New York þar sem sameinuðu þjóðirnar verða í aðalhlutverki.